Opið hús í nýjum höfuðstöðvum ÍSOR að Urðarhvarfi 8
Í stað hefðbundins ársfundar í ár bauð ÍSOR góðum gestum í opið hús í nýjar
höfuðstöðvar að Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Stjórnarformaður ÍSOR, Þórdís Ingadóttir, og forstjóri, Árni Magnússon, kynntu helstu lykiltölur og verkefni síðasta árs fyrir ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála, Guðlaugi Þór Þórðarsyni. https://isor.is/um-isor/arsyfirlit/
Rætt var um jákvæða þróun í rekstri og mikilvægi þekkingar ÍSOR fyrir vegferð íslenskra stjórnvalda í orkumálum til framtíðar. Af þessu tilefni var opnaður nýr vefur ÍSOR (www.isor.is) og þar má m.a. finna tvær nýjar vefsjár:
Jarðfræðikort og náttúrufar https://arcgisserver.isor.is/
Hafsbotnsrannsóknir https://arcgisserver.isor.is/ocean
Starfsfólk ÍSOR býður alla velkomna að heilsa upp á okkur, bæði til að spjalla í notalegu skrifstofurými eða líta á nýja sérhæfða efnarannsóknarstofu. Þá er aðstaða jarðhitaskóla GRÓ líka á 4. hæð og þar er líf og fjör, sérstaklega þegar 6 mánaða námskeiðin standa yfir.