Skip to content

Stefna ÍSOR

Hlutverk ÍSOR er skv. lögum að vinna að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála. ÍSOR hefur í áratugi veitt orkuiðnaðinum og opinberum aðilum þjónustu og ráðgjöf sem og erlendum fyrirtækjum og stjórnvöldum.

Ráðgjöf tengd jarðvísindum og nýtingu á jarðhita er megin- tekjulind ÍSOR. Jarðfræðikortagerð, jarðvísindalegar rannsóknir vegna mannvirkjagerðar, skriðufalla, jarðskjálfta og eldvirkni eru einnig meðal þjónustuþátta. Þá sinnir ÍSOR kennslu og fræðslu í jarðhitafræðum og -tækni og sér um rekstur Jarðhitaskólans, svo nokkuð sé nefnt.

Eðli starfsemi ÍSOR er slík að hún styður við allar stoðir sjálfbærrar þróunar. Þá kallast stjórnskipulag ÍSOR á við þær með beinum hætti. Við teljum okkur því með sanni geta tileinkað okkur einkunnarorð okkar: ÍSOR – sjálfbærni í verki.

Íslensk stjórnvöld hafa sem kunnugt er sett sjálfbæra þróun á oddinn í allri sinni stefnumótun. Þá hafa þau sett fram forgangsmarkmið, sem byggja á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. ÍSOR býr að þekkingu og reynslu á ýmsum sviðum sem nýtist við innleiðingu og framkvæmd á stefnu stjórnvalda sem leiðir til árangurs í sjálfbærri þróun. Við einbeitum okkur sérstaklega að Heimsmarkmiðum númer 4, 7, 8, 9, 12 og 13 og styðjum þannig við stefnu stjórnvalda og Heimsmarkmiðin.

Metnaður ÍSOR er að vera leiðandi í ráðgjöf á heimsvísu á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og styðja kröftuglega við stefnu og áherslur Íslands í umhverfis-, auðlinda- og orkumálum innanlands og í alþjóðlegu samstarfi.

Lausnir ÍSOR miða að því að koma jörðinni og fólki til góða, skila hagsæld og um leið starfar ÍSOR í  samræmi við góða stjórnarhætti.

Áherslur ÍSOR eru:

Auðlindakortlagning 

  • Aukin þekking á jarðrænum auðlindum sem styður við upplýsta ákvarðanatöku.
  • Styðja við orkuskipti

    og kolefnishlutleysi.

Auðlindaöryggi og fræðsla

  • Bæta aðgengi að grænni orku.
  • Styðja við sjálfbærni, orkuöryggi og aðgengi að vatni.
  • Fræðsla um jarðrænar auðlindir til að hraða sjálfbærri þróun á heimsvísu.

Auðlindanýting

  • Auka skilvirkni og hagkvæma auðlindanýtingu.
  • Efla hringrás, draga úr sóun.

Undirstöður ÍSOR eru:

  • Þekking
  • Traustur rekstur
  • Samvinna