Skip to content

ÍSOR flytur í Urðarhvarf 8

ÍSOR, Íslenskar orkurannsóknir, flytur nú starfsemi sína í Kópavog og hefst regluleg starfsemi þar mánudaginn 17. janúar.

Aðalskrifstofa ÍSOR verður framvegis á fjórðu hæð Orkuhússins, Urðarhvarfi 8. Gengið er inn um inngang í austurhluta hússins, merktan „B“.

Þar verður einnig rannsóknarstofa ÍSOR og starfsemi Jarðhitaskólans sem rekinn er undir merkjum UNESCO.

Tækjarekstur ÍSOR verður í næsta nágrenni, í Tónahvarfi 7.

Rekstur útibús á Akureyri verður með óbreyttu sniði.

 

Með flutningunum er öll starfsaðstaða ÍSOR færð til nútímalegri hátta en um leið er hagkvæmni í rekstri aukin.

Flutningur ÍSOR markar tímamót í rekstri stofnunarinnar sem frá upphafi hefur haft aðsetur í Orkugarði að Grensásvegi 9. Saga stofnunarinnar og forvera hennar spannar nú orðið nærri 80 ár en um helming þess tíma hefur starfsemin farið fram á sama stað.