Opið hús í nýjum höfuðstöðvum ÍSOR að Urðarhvarfi 8

Opið hús í nýjum höfuðstöðvum ÍSOR að Urðarhvarfi 8

Í stað hefðbundins ársfundar í ár bauð ÍSOR góðum gestum í opið hús í nýjar

Ljósm.: Andrés Skúlason

höfuðstöðvar að Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Stjórnarformaður ÍSOR, Þórdís Ingadóttir, og forstjóri, Árni Magnússon, kynntu helstu lykiltölur og verkefni síðasta árs fyrir ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála, Guðlaugi Þór Þórðarsyni. https://isor.is/um-isor/arsyfirlit/

Rætt var um jákvæða þróun í rekstri og mikilvægi þekkingar ÍSOR fyrir vegferð íslenskra stjórnvalda í orkumálum til framtíðar. Af þessu tilefni var opnaður nýr vefur ÍSOR (www.isor.is) og þar má m.a. finna tvær nýjar vefsjár:

Jarðfræðikort og náttúrufar https://arcgisserver.isor.is/

Hafsbotnsrannsóknir https://arcgisserver.isor.is/ocean

Starfsfólk ÍSOR býður alla velkomna að heilsa upp á okkur, bæði til að spjalla í notalegu skrifstofurými eða líta á nýja sérhæfða efnarannsóknarstofu. Þá er aðstaða jarðhitaskóla GRÓ líka á 4. hæð og þar er líf og fjör, sérstaklega þegar 6 mánaða námskeiðin standa yfir.

Heimsókn frá Indónesíu

ÍSOR hefur á undanförnum árum tekið þátt í nokkrum verkefnum á sviði jarðhita í Indónesíu, í samstarfi við önnur íslensk fyrirtæki, s.s. verkfræðistofurnar Mannvit og Verkís, borverktakann North Tech Energy o.fl.

Indónesía er afar ríkt af jarðhitaauðlindum en talið er að allt að 40% af jarðhita, virkjanlegum til raforkuframleiðslu í heiminum öllum, sé að finna á eyjunum. Indónesar hafa sett sér metnaðarfull markmið á sviði loftslagsmála og kolefnishlutleysis og ráðgera að hlutur jarðhitans á þeirri vegferð verði verulegur. Í því felast tækifæri til útflutnings íslenskrar sérþekkingar, sem ÍSOR hefur hug á að fylgja eftir.

Í síðustu viku tóku íslensku fyrirtækin á móti Arifin Tasrif, indónesískum ráðherra Orku og jarðrænna auðlinda. Var hann hingað kominn til að kynna sér aðstæður á Íslandi, sem jarðfræðilega svipar um margt til aðstæðna í hans heimahögum. Með í för voru m.a. Ahmad Yuniarto, forstjóri orkufyrirtækisins Pertamina og Eko Budi Lolono, forstjóri Jarðfræðistofnunar Indónesíu, ásamt sendiherra Indónesíu gagnvart Íslandi o.fl.