Markmið verkefnisins var að auka skilning og skilgreina tengsl jarðlaga- og jarðhniks við stór innskotskerfi og jarðhita málmmyndunum þeim tengdum á NA Jameson Land Basin svæðinu í Austur Grænlandi.
Hlutverk ÍSOR er einkum þríþætt:
Kortleggja jarðlög og uppbyggingu þeirra á grundvelli hljóðendurvarpsmælinga.
Vinna að þrívíðu hugmyndalíkani um jarðskorpu og setlög af svæðinu.
Bera saman jarðlög á austurströnd Grænlands og Jan Mayen hryggnum með tilliti til sameiginlegs uppruna og opnunar úthafsins þarna á milli.