Skip to content

Segulmælingar með dróna

Sérfræðingar ÍSOR vinna þessa dagana að mælingum með dróna yfir jarðhitasvæðum á NA-landi. Um er að ræða segulmælingar á Kröflusvæði, sem er hluti af rannsóknarverkefni í samstarfi við Landsvirkjun, Grenoble háskóla í Frakklandi (Grenoble Université) og Jarðvísindastofnun Háskólans. Þá verður einnig flogið í nágrenni við Ketilfjall á Þeistareykjum, sem hluti af umfangsmikilli umhverfisvöktun Landsvirkjunar á svæðinu.
 
Myndir: Gunnlaugur Einarsson og Arnar Már Vilhjálmsson.