Skip to content

Nýrri optískri holusjá bætt við borholumælasafn ÍSOR

Á dögunum bættist optísk holusjá við borholumælasafn ÍSOR. Með holusjánni er unnt að mynda borholuveggi í góðri upplausn og fá þannig skýra mynd af höggun og uppbyggingu jarðlaga í borholum. Þetta er mikil bylting sem býður uppá nákvæmari greiningu á sprungum, misgengjum, jarðlögum og jarðlagamótum í borholum en áður. Við úrvinnslu er hægt að reikna út halla og stefnu sprungna ásamt því að sjá hversu opnar og virkar þær eru. Holusjáin á eftir að nýtast ÍSOR og verkkaupum okkar vel við fjölbreyttar rannsóknir t.d. í tengslum við jarðhita- og grunnvatnsrannsóknir og mannvirkjagerð.
 
Holusjáin hefur verið í innleiðingu skv. vottuðu verklagi ÍSOR (ISO9001:2015) og við það tækifæri voru tvær borholur Vegagerðarinnar myndaðar með góðum árangri.
Á myndunum má sjá mælingabíl ÍSOR við mælingar, nærmynd af holusjánni og síðan myndir úr henni þar sem greina má t.d. sprungur og blöðrur í berginu ásamt setfyllingum sem í þær leggjast.

Myndir: Halldór Ingólfsson