Skip to content

Námskeið Jarðhitaskólans og jarðhitafyrirtækisins LaGeo í El Salvador

Vel heppnuðu tveggja vikna námskeiði Jarðhitaskólans og jarðhitafyrirtækisins LaGeo í El Salvador lauk á sunnudaginn. Námskeiðið var haldið í höfuðstöðvum LaGeo í Santa Tecla við höfuðborgina San Salvador og það sótt af gestum úr jarðhitaiðnaðinum víðs vegar um mið- og suður-Ameríku auk starfsfólks LaGeo.

 

Jarðhitaskólinn og LaGeo sáu í sameiningu um undirbúning en auk heimamanna voru íslenskir leiðbeinendur og starfsfólk ÍSOR þau Helga Tulinius, Bjarni Richter, Daði Þorbjörnsson, Gunnar Skúlason Kaldal og Jón Einar Jónsson, en ekki síst Málfríður Ómarsdóttir verkefnisstjóri Jarðhitaskólans. Einnig voru nokkrir fyrirlestrar fluttir yfir netið frá hinum ýmsu fyrirtækjum á Íslandi. Þátttakendur námskeiðsins voru áhugasamir, duglegir að taka þátt í umræðu og spyrja spurninga, en lönd þeirra eru mislangt komin í jarðhitanýtingu.

 

Meðfylgjandi eru myndir frá námsskeiðinu, vettvangsferðum auk skoðunarferða sem tækifæri gafst til að fara í þegar tími gafst. El Salvador er sérstaklega fallegt land að heimsækja.