Skip to content

Jarðfræði- og jarðvárkortlagningu strandsvæða í Seyðisfirði og Norðfirði

Á síðasta ári hlaut ÍSOR – Iceland GeoSurvey styrk hjá Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar til að vinna að jarðfræði- og jarðvárkortlagningu strandsvæða í Seyðisfirði og Norðfirði. Meginmarkmið verkefnisins er að varpa ljósi stærð og umfang neðansjávarskriða, ásamt því að kortleggja og bæta þekkingu á botngerð og strandgerð fjarðanna. Nýlega skilaði ÍSOR skýrslu ásamt þremur mismunandi kortum af báðum fjörðum, þ.e. jarðfræði- og jarðvárkorti, botngerðarkorti og strandgerðarkorti. Niðurstöður verða gerðar aðgengilegar á vef Vegagerðarinnar https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/ en á meðfylgjandi myndum má sjá skriður í Norðfirði og Seyðisfirði.

Ekki eru staðfest tilfelli frá sögulegum tíma um neðansjávarskriður í íslenskum fjörðum en þessar rannsóknir sýna að slíkar skriður hafa orðið fyrr á tímum. Þær benda einnig til þess að þar sem skriður hafa fallið eru líkur á að þær endurtaki sig. Hér er um að ræða náttúruvá sem þarf að hafa vakandi auga með. Niðurstöður nýtast við almennt mat á jarðvá og umhverfisáhrifum og varðandi skipulag, staðarval og ýmsar framkvæmdir í eða við sjó.