Skip to content

ÍSOR og Arctic Green Engineering Services (AGEN) hefja samstarf

ÍSOR, sem auk fjölþættrar starfsemi á Íslandi veitir vísindalega og tæknilega ráðgjöf á sviði jarðvísinda á alþjóðamarkaði og AGEN (Arctic Green Engineering Services)  alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki með aðsetur í Ungverjalandi á sviði jarðvísinda, verkfræði, tæknilegrar þjónustu og nýsköpunar, hafa ákveðið að sameina krafta sína í þjónustu sinni innan jarðvarmaiðnaðarins, með áherslu á Evrópu.

Forsvarsmenn fyrirtækjanna tveggja telja að samstarf þeirra, sem felur í sér hæfa og reynslumikla ráðgjafarþjónustu, geti stutt við fyrirtæki og stjórnvöld í Evrópu við að nýta frekar jarðvarmaauðlindir sínar.

Árni Magnússon og Gábor Molnár innsigla viljayfirlýsingu ÍSOR og ADEN um samstarf á Búdapest Geothermal Summit ráðstefnunni 26. september 2025

Á jarðvarmaráðstefnunni Budapest Geothermal Summit, sem haldin var í Búdapest 26. september, undirrituðu Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, og Gábor Molnár, framkvæmdastjóri AGEN, yfirlýsingu þess efnis. 

Bæði fyrirtækin hafa áratuga reynslu í bæði jarðvísindum og verkfræði innan jarðvarmaiðnaðarins og iðnaðurinn ætti að njóta góðs af sameiginlegri þekkingu þeirra. 

Samstarfið hefur þegar tryggt verkefni sem hefjast á næstu vikum.