Skip to content

NAGTEC (Northeast Atlantic Geoscience TECtonostratigraphic Atlas)

NAGTEC (Northeast Atlantic Geoscience TECtonostratigraphic Atlas). Kortabók og stafrænn gagnagrunnur af jarðfræðilegri gerð Norðaustur-Atlantshafs

(2011–2014)
9 þátttakendur: Ísland, Danmörk, Noregur, Færeyjar , Bretland, Írland, N-Írland, Holland og Þýskaland.

http://nagtec.org
Verkefnisstjóri hjá ÍSOR: Árni Hjartarson

Verkið fólst í úttekt á jarðfræði hafsbotns NA-Atlantshafsins. Gagnavinnsla, textaskrif og kortagerð fór fram á árabilinu 2011–2014. Nú í lok verkefnisins liggur fyrir kortabók af svæðinu ásamt stafrænum gagnagrunni. ÍSOR sá um úrvinnslu úr gögnum sem varða hafsbotninn kringum Ísland, bæði af landgrunninu sjálfu og úthafsbotninum langt suður og norður í höf. Jan Mayen svæðið var einnig nánast alfarið undir hatti ÍSOR.

Verkefnið eflir þekkingu á jarðsögulegri þróun NA-Atlantshafsins, opnun svæðisins, rekhraða og stefnu, eldvirkninni sem þar hefur orðið og þróun setmyndunar. Það hefur einnig skerpt sýn manna  á segulsvið, þyngdarsvið, jarðefnafræði og hitaflæði jarðskorpunnar. Að auki greiðir það fyrir rannsóknum á hugsanlegum auðlindum og nýtingu þeirra, svo sem á olíu- og gaslindum á hafsbotni og líkum á slíkum lindum í íslenskri lögsögu.

Áætlað er að kortabókin verði gefin út á almennum markaði árið 2016 og stafræni gagnagrunnurinn verði opnaður árið 2019.