Öryggisstefna
Stefna ÍSOR er að tryggja öllum starfsmönnum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Markmiðið er slysalaus vinnustaður og að enginn starfsmaður bíði heilsutjón af starfi sínu hjá fyrirtækinu. Til að ná þessu markmiði ætlast stjórnendur fyrirtækisins til þess að allir starfsmenn vinni í samræmi við þessa stefnu. Í rekstri fyrirtækisins er gert ráð fyrir að öllum kröfum laga og reglna sé fylgt og sífellt sé unnið að endurbótum sem stuðla að auknu öryggi starfsmanna, samstarfsaðila og viðskiptavina fyrirtækisins. Leiðir ÍSOR að þessu markmiði eru eftirfarandi:
- Að skapa starfsmönnum, þjónustuaðilum og öðrum sem erindi eiga við fyrirtækið öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi.
- ÍSOR leggur starfsmönnum til aðstöðu, tæki og búnað sem er í góðu ástandi og uppfyllir öryggiskröfur.
- Að sjá til þess að búnaður fyrirtækisins sé skoðaður og prófaður í samræmi við gildandi lög og reglur.
- Að fræða og þjálfa starfsmenn á sviði öryggis- og vinnuverndarmála.
- ÍSOR framkvæmir áhættumat fyrir fyrirtækið og tryggir að slíkt mat sé gert í hvert sinn sem tekinn er í notkun nýr búnaður og/eða nýtt verklag, sem getur skapað hættu fyrir starfsmenn.
- ÍSOR kemur upplýsingum um kröfur fyrirtækisins um öryggis- og heilbrigðismál með markvissum hætti til viðskiptavina og þjónustuaðila.
- Stjórnendur ÍSOR taka virkan þátt í skipulagi og framkvæmd öryggis- og heilbrigðismála fyrirtækisins.
- Að sjá til þess að starfsmenn ÍSOR fái nauðsynlega þjálfun til viðkomandi starfa og að til séu verklagsreglur og vinnuleiðbeiningar sem nýtast þeim.
- ÍSOR lætur reglulega gera innri úttektir til að ganga úr skugga um virkni kerfsins.