[x]

Upplýsingatækni- og gagnastefna ÍSOR

ÍSOR hefur að leiðarljósi að nýta upplýsingatækni í starfsemi sinni, þ.m.t. varðveislu, úrvinnslu og miðlun gagna.

Það verður gert með því að:

  • fylgjast með og tileinka sér nýjungar á sviði upplýsingatækni
  • á ÍSOR er haldið uppi faglegri umræðu um upplýsingatæknimál meðal starfsmanna
  • á ÍSOR er starfandi samráðshópur um upplýsingatækni- og gagnamál
  • verkkaupar ÍSOR og samstarfsaðilar njóta góðrar þjónustu og ráðgjafar í upplýsingatæknimálum
  • val á hugbúnaði tekur mið af því að hann uppfylli óskir og þarfir notenda, sé hagkvæmur og samþættanlegur öðrum upplýsingatæknilausnum
  • gögn sem ÍSOR aflar eða býr til, í eigin þágu eða fyrir verkkaupa sína, eru skráð og varðveitt á öruggan og ábyrgan hátt og á stöðluðu, rafrænu og aðgengilegu formi eftir því sem það er unnt (með gögnum er hér átt við frumgögn, lýsigögn, reiknuð og afleidd gögn)
  • skýrt er kveðið á um eignarhald og umráðarétt á þeim gögnum sem ÍSOR aflar, býr til og varðveitir
  • gögn eru ekki afhent þriðja aðila til skoðunar, notkunar eða útgáfu nema tilskilin leyfi frá eigendum gagnanna séu fyrir hendi