[x]

Jarðhitabók. Eðli og nýting auðlindar

Jarðhitabók. Eðli og nýting auðlindar. Eftir Guðmund Pálmason.Jarðhitabók. Eðli og nýting auðlindar. Eftir Guðmund Pálmason, fyrrverandi forstöðumann Jarðhitadeildar Orkustofnunar. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag í samvinnu við ÍSOR og Orkustofnun 2005, sem stóðu fyrir og kostuðu ritun hennar.  

Bókin fjallar um hina einstæðu sögu jarðhitarannsókna og jarðhitanýtingar á Íslandi og lýsir á einfaldan hátt þeirri tækni sem notuð er. Hún er rituð með það í huga að hún geti höfðað til allra þeirra sem vilja kynna sér þessi mál, jafnt almennings sem sérfræðinga. Við ritun bókarinnar naut Guðmundur m.a. aðstoðar fjölmargra þeirra sem voru þátttakendur í sköpun þessarar sögu.

Guðmundur hóf vinnu við bókina árið 1997 og lauk við handrit hennar tveimur vikum áður en hann lést í mars 2004. Þá tóku Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi háskólarektor, og Ólafur Pálmson, mag art, bróðir Guðmundar, að sér að búa handritið til prentunar.

Bókin hlaut tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita ásamt fjórum öðrum fræðibókum árið 2005.

Bókin er uppseld en hægt er að nálgast hana á geisladiski hjá útgefanda, Hið íslenska bókmenntafélag.