[x]

Jarðgrunnskort

Jarðgrunnskort sýna útbreiðslu og flokkun lausra jarðlaga. Jarðgrunnskort eru sérhæfð jarðfræðikort sem sýna útbreiðslu og flokkun lausra jarðlaga á yfirborði (set). Flokkunin byggist aðallega á uppruna setsins. Að auki sýna þau berggrunn, hraun, landform, jarðmyndanir, vatnafar, veðrun, skriður, höggun og eldvirkni.

Notagildi jarðgrunnskorta

Kortin sýna setlög og fast berg á yfirborði og gefa því mikilvægar upplýsingar fyrir alla mannvirkjagerð. Byggingarefni eru að mestu leyti numin úr lausum jarðlögum. Afstaða lausra jarðlaga og samhengi verður ljósara þegar þau hafa verið sett fram á korti. Það auðveldar líka mat á verndargildi þeirra.

Jarðgrunnskort sýna

 • Setgerð á yfirborði og beran berggrunn þar sem það á við
 • Nútímahraun, gíga, hrauntraðir, karga á yfirborði, misgengi, gjár o.fl.
 • Jökulrákir, jökulkembur, jökulgarða o.fl. ummerki jökla
 • Malarása, þurrar rásir og önnur ummerki fornra vatnsfalla
 • Lindir, laugar, hveri o.þ.h.
 • Mannvirki sem tengjast nýtingu jarðefna, svo sem námur
 • Kornastærð sets á athugunarstöðum

Sjá jafnframt upplýsingar um kortastaðal fyrir Jarðgrunnskort.

Jarðgrunnskort ÍSOR

og forvera þeirra (Orkustofnunar) í mælikvörðum 1:25.000 eða 1:50.000

 • Ingibjörg Kaldal og Skúli Víkingsson 1979: Jökulsár í Skagafirði II. Jarðgrunnskort. OS-79044/ROD-16. (Þrjú kort í möppu).
 • Ingibjörg Kaldal og Skúli Víkingsson 1982: Blönduvirkjun, Jarðgrunnskort af lónsstæði, 1:50.000, í: Blönduvirkjun. Jarðgrunnur á lónsstæði og mat á áhrifum lónsins á jarðvegseyðingu. Orkustofnun, OS82005/VOD02.
 • Ingibjörg Kaldal og Elsa G. Vilmundardóttir 1986: Jarðgrunnskort, Búrfell-Langalda 3540 J, 1:50.000. Orkustofnun og Landsvirkjun.
 • Ingibjörg Kaldal, Elsa G. Vilmundardóttir og Guðrún Larsen 1988: Jarðgrunnskort, Sigalda-Veiðivötn 3340 J, 1:50.000. Orkustofnun og Landsvirkjun.
 • Ingibjörg Kaldal, Elsa G. Vilmundardóttir og Guðrún Larsen 1990: Jarðgrunnskort, Botnafjöll 1913 IV J, 1:50.000. Landmælingar Íslands, Orkustofnun, Landsvirkjun.
 • Ingibjörg Kaldal og Skúli Víkingsson 1991: Jarðgrunnskort, Kóngsás 1813 I J, 1:50.000. Landmælingar Íslands, Orkustofnun og Landsvirkjun.
 • Ingibjörg Kaldal og Skúli Víkingsson 1993: Jarðgrunnskort, Þjórsárver 1914 III J, 1:50.000. Landmælingar Íslands, Orkustofnun, Landsvirkjun.
 • Ingibjörg Kaldal, Skúli Víkingsson, Jón Eiríksson og Hreggviður Norðdahl 1996: Jarðgrunnskort, Viðey 1613/III NV - J, 1: 25.000. Landmælingar Íslands, Orkustofnun, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær og Reykjavík.
 • Ingibjörg Kaldal, Skúli Víkingsson, Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson 1996: Jarðgrunnskort, Vífilsfell 1613 III SA-J, 1:25.000. Landmælingar Íslands, Orkustofnun, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Kópavogsbær, Seltjarnarnes og Reykjavíkurborg.
 • Ingibjörg Kaldal, Elsa G. Vilmundardóttir og Guðrún Larsen 1999: Jarðgrunnskort, Nyrðri Háganga 1914 II-J, 1:50.000. Landmælingar Íslands, Orkustofnun og Landsvirkjun.
 • Ingibjörg Kaldal, Elsa G. Vilmundardóttir og Guðrún Larsen 2001: Jarðgrunnskort, Tungnaárjökull 1913 I-J, 1:50.000. Landmælingar Íslands, Orkustofnun og Landsvirkjun.
 • Ingibjörg Kaldal og Skúli Víkingsson 2000: Eyjabakkar, jarðgrunnskort. 1:20.000. (Fylgir skýrslunni Jarðgrunnskort af Eyjabökkum. OS-2000/068) Orkustofnun og Landsvirkjun.
 • Ingibjörg Kaldal og Skúli Víkingsson 2000: Hálslón. Jarðgrunnskort af fyrirhuguðu lónstæði, 1:25.000. (Fylgir skýrslunni Kárahnjúkavirkjun. Jarðgrunnskort af umhverfi Hálslóns. OS-2000/065) Orkustofnun og Landsvirkjun.  
 • Ingibjörg Kaldal og Skúli Víkingsson 2000: Jarðgrunnskort, Mosfell 1613/III NA-J, 1: 25.000. Landmælingar Íslands,Orkustofnun, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Reykjavík.
 • Skúli Víkingsson; 1984: Blönduvirkjun, Langidalur - Jarðgrunnskort 1:50.000. Orkustofnun, VOD-JK-630 SV.
 • Skúli Víkingsson; Árni Hjartarson; Haukur Jóhannesson; Helgi Torfason; Hreggviður Norðdahl; Jón Eiríksson; Kristján Sæmundsson 1995: Jarðgrunnskort, Elliðavatn 1613/III SV - J, 1:25.000. Landmælingar Íslands, Orkustofnun, Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær og Reykjavíkurborg.
 • Skúli Víkingsson 2001: Kárahnjúkavirkjun - Hraunaveita. Jarðgrunnskort (Fylgir skýrslunni Kárahnjúkavirkjun - Hraunaveita. Jarðgrunnskort. OS-2001/012) Orkustofnun og Landsvirkjun.
 • Ingibjörg Kaldal 2003: Íshólsvatn – jarðgrunnskort. (Fylgir skýrslunni Hrafnabjörg í Bárðardal. Jarðfræðiathuganir og jarðfræðikort eftir Árna Hjartarson og Ingibjörgu Kaldal. Unnin fyrir Lands-virkjun. LV-2004/012. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2003/024).
 • Skúli Víkingsson, Ingibjörg Kaldal og Snorri P. Snorrason 2012: Hólmsá. Jarðgrunnskort. Unnið fyrir Landsvirkjun og Orkusöluna.

 


Nýútkomin jarðfræðikort

Berggrunnskort af Íslandi 1:600 000

Jöklakort af Íslandi (útgefandi Veðurstofa Íslands)

Jarðfræðikort af Norðurgosbelti, Nyrðri hluti

Jarðfræðikort af Norðurgosbelti, Syðri hluti. Ódáðahraun

Jarðfræðikort af Suðvesturlandi 1:100 000