[x]

Jarðfræðikort - Kortavefsjá

Jarðfræðikortavefsjá

JarðfræðikortavefsjáKortavefsjáin sýnir jarðfræðikort ÍSOR í tveimur mælikvörðum, 1:600.000 fyrir allt Ísland og 1:100.000 fyrir ákveðin svæði af gosbeltum landsins.
Hægt er að smella á kortið en þá sækir þjónustan upplýsingar um hraun og berg á jarðfræðikortum í 1:100.000 þar sem þau eru til.
Einnig er hægt að fá upplýsingar um jarðfræðilega markverða staði. Skoða kortavefsjá.


Útgefin jarðfræðikort

ÍSOR hefur gefið út fimm jarðfræðikort í mælikvarðanum 1:100 000. Kortin byggjast á fjölmörgum jarðfræðikortum í stærri mælikvarða, sem unnin hafa verið fyrir verkkaupa ÍSOR og forvera þeirra, Orkustofnun, og auk þess á eldri útgefnum yfirlitskortum. Kortin hafa verið einfölduð, endurskoðuð og nýjum upplýsingum bætt við.

Jarðfræðikort af Mið-Íslandi 1:100 000

Jarðfræðikort af Mið-Íslandi 1:100 000

Fjórar megineldstöðvar skipa stóran sess á kortinu. Frá þeim hafa runnið nokkur nútímahraun. Auk þeirra koma hraun frá Langjökuls/Hveravalla og Bárðarbungu eldstöðvakerfunum við sögu. Móbergi frá jökulskeiðum er skipt í fjóra aldurshópa, en auk þess eru basalthraun og millilög frá hlýskeiðum áberandi. Jarðhiti er sýndur á kortinu ásamt helstu dráttum höggunar og jökulhörfunar.

Á bakhlið kortsins er bent á 23 valda áhugaverða skoðunarstaði og hopi ísaldarjökulsins af miðhálendinu eru gerð sérstök skil.

Skoða jarðfræðikortið í þrívídd.

Tilvísun í kortið: Árni Hjartarson, Ingibjörg Kaldal, Kristján Sæmundsson, Magnús Á. Sigurgeirsson og Skúli Víkingsson. (2019). Jarðfræðikort af Mið-Íslandi. 1:100.000. Reykjavík: Íslenskar orkurannsóknir, Landsvirkjun og umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Á bakhlið kortsins er áhugaverðum stöðum líst.


Jarðfræðikort af Austurgosbelti. Tungnaáröræfi 1:100 000

 

Jarðfræðikort af Austurgosbelti. Tungnaáröræfi. 1:100 000

Jarðfræðikort af Austurgosbelti. Tungnaáröræfi. 1:100 000

Móbergsmyndanir og nútímahraun skipa stærstan sess í gosbeltinu. Móberginu er skipt í fjóra aldurhópa og alls hafa nú um 80 hraun verið greind í aldursflokka með hjálp gjóskulaga. Jarðhiti er sýndur á kortinu ásamt helstu dráttum höggunar og jökulhörfunar.

Skoða jarðfræðikortið í þrívídd.

Tilvísun í kortið: Ingibjörg Kaldal, Árni Hjartarson, Kristján Sæmundsson, Magnús Á. Sigurgeirsson og Skúli Víkingsson (2018). Jarðfræðikort af Austurgosbelti - Tungnaáröræfi. 1:100.000. Reykjavík: Íslenskar orkurannsóknir, Landsvirkjun og Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Kortið er unnið í landfræðilegu upplýsingakerfi ArcGIS
Verkefnisstjóri: Ingibjörg Kaldal
Kortagerð: Albert Þorbergsson og Guðrún Sigríður Jónsdóttir
Útgefandi:Íslenskar orkurannsóknir, Landsvirkjun og umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Höfundaréttur: ©Íslenskar orkurannsóknir. 1. útgáfa 2018
Prentun: Oddi

Kortavörpun: Hornsönn keiluvörpun Lamberts
Viðmiðun: ISN93
Hæðarlínubil: 20 m

 Kaupa kort

 Hlekkurinn á netverslun Eymundsson og ForlagiðÓbrotin kort er hægt að nálgast hjá verslun Forlagsins, Fiskislóð og hjá ÍSOR, Grensásvegi 9, Reykjavík.


Jarðfræðikort af Suðvesturlandi 1:100 000

Jarðfræðikort af Suðvesturlandi

Þetta er önnur útgáfa af kortinu en það kom fyrst út árið 2010 og hefur verið uppselt í um ár.
Ýmislegt hefur verið endurskoðað og bætt við í nýju útgáfunni. Á bakhlið kortsins hefur verið bætt við fróðleik um 39 áhugaverða staði og er textinn bæði á íslensku og ensku. Jarðfræðin í kringum Krýsuvík og Selvog var töluvert endurskoðuð og eins var nýjum upplýsingum bætt við á Mosfellsheiði og Esju. Nýjar athuganir leiddu í ljós að hraunið sem Þorlákshöfn stendur á er upprunnið úr Leitum eins og hraunið sem rann ofan í Elliðavog og því rúmlega 5000 ára gamalt en hafði áður verið talið vera um 10 þúsund ára gamalt. Eins er skriðstefna ísaldarjökulsins sýnd.
 Elstu jarðlögin á kortinu eru rúmlega 4 milljóna ára gömul, í Akrafjalli og þau yngstu frá Reykjaneseldum 1211–1240. Alls eru á kortinu um 160 mismunandi hraun sem runnið hafa frá því að ísaldarjökull hvarf af svæðinu. Hraunin hafa verið aldursgreind með ýmsum aðferðum, einkum þó öskulögum, kolefnisgreiningum (C14) og afstæðri legu hraunanna.

Á bakhlið kortsins eru lýsingar og litmyndir af 39 áhugaverðum stöðum. Einnig hægt að skoða í kortavefsjánni.

Skoða jarðfræðikortið í þrívídd.

Texti: íslenska og enska
Mælikvarði: 1:100 000

Tilvísun í kortið: Kristján Sæmundsson, Magnús Á. Sigurgeirsson, Árni Hjartarson, Ingibjörg Kaldal, Sigurður Garðar Kristinsson og Skúli Víkingsson. (2016). Jarðfræðikort af Suðvesturlandi, 1:100 000 (2. útgáfa). Reykjavík: Íslenskar orkurannsóknir.

Kortið er unnið í landfræðilegu upplýsingarkerfi ArcGIS
Kortagerð: Guðrún Sigríður Jónsdóttir
Útgefandi/höfundaréttur: Íslenskar orkurannsóknir
Prentun:Oddi
Orkuveita Reykjavíkur styrkti útgáfu kortsins.

Kortavörpun: Lambert Conformal Conic (ISN93). Hæðarlínubil 20 m.
Viðmiðun: ISN93. Lamberthnit eru sýnd með svötum línum og tölum en gráar tölur við ramma sýna lengd og breidd í gráðum og mínútum.

Kaupa kort


 

Jarðfræðikort af Norðurgosbelti. Syðri hluti - Ódáðahraun 1:100 000

Jarðfræðikort af suðurhluta Norðurgosbeltis Íslands.

Þetta er fyrsta nákvæma jarðfræðikortið sem gefið hefur verið út af suðurhluta Norðurgosbeltis Íslands, þ.e. Ódáðahrauni og nágrenni. 

Kortið nær til margra af helstu náttúruperlum landsins, s.s. Herðubreiðar, Krepputungu, Öskju, Kverkfjalla og Suðurárbotna. Einnig má nefna yngsta hraun landsins sem kom upp í Holuhrauni 2014-2015. Móbergsmyndanir og nútímahraun með gígum og gossprungum skipa stærstan sess á kortinu. Alls voru um 90 hraun aðgreind og þeim skipt í flokka eftir aldri og gerð m.a. með hjálp gjóskulaga.
Af öðrum myndunum má nefna flóðset við Jökulsá á Fjöllum sem vitna um mikil hamfarahlaup, lindir, lindasvæði og jarðhita. Sprungur og misgengi setja ennfremur mikinn svip á landið. Helsta nýnæmið með þessu korti er að nú er hægt að fá mun heildstæðari og nákvæmari mynd af jarðfræði svæðisins en áður, eins að mörg hraunanna hafa aldrei verið skoðuð eða skilgreind fyrr.

Kortið er beint framhald af jarðfræðikorti af nyrðri hluta Norðurgosbeltisins sem kom út árið 2012.

Á bakhlið kortsins eru lýsingar og litmyndir af 23 áhugaverðum stöðum. Einnig hægt að skoða í kortavefsjánni.

Texti: íslenska og enska

Bakhlið af suðurhluta Norðurgosbeltisins.Mælikvarði: 1:100 000

Tilvísun í kortið: Magnús Á. Sigurgeirsson, Árni Hjartarson, Ingibjörg Kaldal, Kristján Sæmundsson, Sigurður Garðar Kristinsson og Skúli Víkingsson. (2015). Jarðfræðikort af Norðurgosbelti. Syðri hluti - Ódáðahraun. 1:100 000. Reykjavík: Íslenskar orkurannsóknir.

Kortið er unnið í landfræðilegu upplýsingarkerfi ArcGIS
Kortagerð: Guðrún Sigríður Jónsdóttir
Útgefandi/höfundaréttur: Íslenskar orkurannsóknir. 1. útgáfa 2015
Prentun:Oddi
Landsvirkjun styrkti útgáfu kortsins.

Kortavörpun: Lambert Conformal Conic (ISN93). Hæðarlínubil 20 m.
Viðmiðun: ISN93. Lamberthnit eru sýnd með svötum línum og tölum en gráar tölur við ramma sýna lengd og breidd í gráðum og mínútum.

 

Kaupa kort

Kortinu verður dreift í helstu bókaverslanir hjá Eymundsson, Iðnú og Forlagið, gestastofur og upplýsingarmiðstöðvar um land allt.
Óbrotin kort er hægt að nálgast hjá ÍSOR, Grensásvegi 9, Reykjavík.


Berggrunnskort af Íslandi 1:600 000

Berggrunnskort af Íslandi í mælikvarðanum 1:600 000.Kortið sýnir berggrunn landsins, bergtegundir og aldur bergs. Það dregur fram stærstu drættina í jarðfræðinni og á hvaða jarðsöguskeiðum hinir ýmsu hlutar berggrunnsins mynduðust. Kortið er í unnið samræmi við nýjar alþjóðlegar skilgreiningar á skiptingu jarðsöguskeiða sem gengu í gildi 2012.  Móbergsmyndunum gosbeltanna er skipt upp í aldursflokka, þ.e. ungt móberg frá síðasta jökulskeiði og eldra móberg. Hin eldvirku svæði sjást vel og dreifing gosstöðva sem og nákvæmar útlínur hrauna. Þeim er skipt upp í söguleg hraun, forsöguleg hraun frá hólósen (nútíma) og hraun frá síðjökultíma.
Helstu jarðhitastaðir eru sýndir, einnig sprungur og misgengi, virkar og óvirkar megineldstöðvar, öskjur og margt annað.

Á bakhlið kortsins er jarðsaga Íslands og þróun landsins rakin í máli og myndum allt frá opnum Atlantshafsins.

 

Á bakhlið Berggrunnskortsins er fróðleikur um jarðfræði.Texti: íslenska og enska

Mælikvarði: 1:600 000
Tilvísun í kortið: Árni Hjartarson og Kristján Sæmundsson (2014). Berggrunnskort af Íslandi, 1:600 000. Reykjavík: Íslenskar orkurannsóknir.
Kortið er unnið í: landfræðilegu upplýsingarkerfi ArcGIS
Kortagerð: Guðrún Sigríður Jónsdóttir
Útgefandi/höfundarréttur: Íslenskar orkurannsóknir. 1. útgáfa 2014
Prentun: Oddi

Kortavörpun: Lambert Conformal Conic (ISN93). Hæðarlínur 100 m.
Viðmiðun: ISN93. Hnitatölur við ramma sýna lengd og breidd í gráðum.

Kortgrunnur: ÍS50V grunnur Landmælinga Íslands. Dýptarlínur í sjó eru frá Landhelgisgæslu Íslands, sjómælingasviði. Útlínur jökla eru frá Veðurstofu Íslands, jaðar 2010. 

Kortið byggist á grunni eldri korta:

  • Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson (2009). Jarðfræðikort af Íslandi. 1:500 000. Berggrunnur (1. útg.). Reykjavík. Náttúrufræðistofnun Íslands.
  • Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson (2009). Jarðfræðikort af Íslandi. 1:600 000. Höggun (1. útg.). Reykjavík. Náttúrufræðistofnun Íslands.
  • Kristján Sæmundsson og  Haukur Jóhannesson (2006). Jarðhitakort af Íslandi. 1:500 000. (6. bráðabirgðaútg.). Reykjavík. Íslenskar orkurannsóknir.
  • Kristján Sæmundsson o.fl. (2010). Jarðfræðikort af Suðvesturlandi. 1:100 000. Reykjavík. Íslenskar orkurannsóknir.
  • Kristján Sæmundsson o.fl. (2012). Jarðfræðikort af Norðurgosbelti: nyrðri hluti. 1:100 000. Reykjavík. Íslenskar orkurannsóknir og Landsvirkjun.

Kaupa kort

Hlekkur vísar á netverslun Eymundsson.
Óbrotin kort er hægt að nálgast hjá verslun Forlagsins, Fiskislóð og hjá ÍSOR, Grensásvegi 9, Reykjavík.


 

Jarðfræðikort af Norðurgosbelti - Nyrðri hluti 1:100 000

Jarðfræðikort af Norðurgosbelti landsins. Helstu jarðmyndanir eru sýndar og spannar aldur þeirra allt frá míósen til Kröfluelda 1975-1984.
Einnig eru sýndir helstu drættir höggunar og jökulhörfunar á svæðinu. Alls eru á kortinu 61 hraun sem skipt er í sjö aldursflokka með hjálp gjóskulaga.

Á bakhlið kortsins eru lýsingar af 27 jarðfræðilega áhugaverðum stöðum. Einnig hægt að skoða í kortavefsjánni.

Texti: íslenska og enska

Mælikvarði: 1:100 000

Tilvísun í kortið: Kristján Sæmundsson, Árni Hjartarson, Ingibjörg Kaldal, Magnús Á Sigurgeirsson, Sigurður G. Kristinsson og Skúli Víkingsson (2012). Jarðfræðikort af Norðurgosbelti. Nyrðri hluti. 1:100 000. Reykjavík: Íslenskar orkurannsóknir og Landsvirkjun.

Heimildir um Jarðfræðikort af Norðurgosbelti

Kortagerð:
Guðrún Sigríður Jónsdóttir.

 


Bakhlið Jarðfræðikorts af NorðurgosbeltinuKortið er unnið í: Landfræðileg upplýsingarkerfi, ArcGIS.
Útgefendur: Íslenskar orkurannsóknir og Landsvirkjun.
Höfundarréttur: Íslenskar orkurannsóknir. 1. útgáfa 2012.
Prentun: Oddi
Kortavörpun: Lambert Confromal Conic (ISN93). Hæðarlínubil 20 m.
Viðmiðun: ISN93. Lamberthnit eru sýnd með svötum línum og tölum en gráar tölur við ramma sýna lengd og breidd í gráðum og mínútum.

Kortagrunnur: Að stofni til eftir staðfræðikortum Landmælinga Íslands 1:50 000 (ÍS50V) með endurbótum eftir öðrum gögnum. Dýptarlínur í sjó eru frá Landhelgisgæslu Íslands, sjómælingasviði. Dýptarlínur í stöðuvötnum eru frá Veðurstofu Íslands og Náttúrurannsóknastöð við Mývatn. 

 

 Kaupa kort

 Hlekkurinn vísar á netverslun Eymundsson. 
Óbrotin kort er hægt að nálgast hjá verslun Forlagsins, Fiskislóð og hjá ÍSOR, Grensásvegi 9, Reykjavík.