[x]

Hafsbotnsrannsóknir

Hafsbotnsrannsóknir. Ljósmynd Philippe Jousset.Þekking á jarðfræði og umhverfi hafsbotnsins eru forsendur fyrir skynsamlegri nýtingu auðlinda sem þar finnast. Dæmi um auðlindir á hafsbotni: byggingarefni, málmar, jarðhiti og olíu- eða gaslindir. 

Hjá ÍSOR starfar hópur jarðfræðinga, jarðeðlisfræðinga og eðlisfræðinga sem hefur á undanförnum áratugum byggt upp sérfræðiþekkingu í öflun og túlkun gagna af hafsbotni. Meðal verkefna má nefna ráðgjöf til stjórnvalda varðandi skilgreiningar landgrunnsins utan 200 sjómílna. ÍSOR hefur tekið þátt í rannsóknum á olíu og gasi fyrir Norðurlandi og verið ráðgjafi við undirbúning sérleyfa til rannsókna og vinnslu kolvetna.

Þjónusta ÍSOR í hafsbotnsrannsóknum, úrvinnsla og túlkun

  • Kortlagning
  • Setlagarannsóknir
  • Þyngdarmælingar
  • Segulmælingar
  • Endurkastsmælingar
  • Bylgjubrotsmælingar
  • Fjölgeislamælingar

 

Landgrunnsmál

ÍSOR veitir stjórnvöldum vísindalega ráðgjöf vegna afmörkunar landgrunns Íslands. Um er að ræða rannsóknarvinnu, gagnaöflun og túlkun gagna. Auk þess hafa sérfræðingar ÍSOR tekið þátt í að kynna kröfur Íslendinga fyrir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Fræðast nánar um landgrunnskröfur Íslendinga.

 

Olíurannsóknir

ÍSOR veitir stjórnvöldum sérfræðiaðstoð við undirbúning á sérleyfum til rannsókna og vinnslu kolvetnis. Verkið er tvíþætt.

  1. Að koma upp gagnasafni um landgrunn Íslands vegna leyfisveitinga. Gagnasafnið inniheldur m.a. endurkastsmæligögn úr setlagarannsóknum til olíuleitar, auk gagna úr ýmiss konar vísindaleiðöngrum. Þetta gagnasafn var nýtt til kynningar á svæðinu í svokallaðri Landgrunnsvefsjá, sem var aðgengileg fram til ársins 2019.
  2. Túlkun á mæligögnum með tilliti til líklegra auðlinda og leggja mat á hvar líkur eru á að finna olíu eða gas. Lesa meira

Kortlagning hafsbotnsins

ÍSOR er virkur þátttakandi í rannsóknarverkefnum, styrktum af innlendum jafnt sem erlendum sjóðum eða orku- og olíufyrirtækjum. Hér að neðan er listi yfir samstarfsverkefni jarðfræðistofnana í Evrópu er snúa að hafsbotnsrannsóknum:


 

Tengiliður:
Steinunn Hauksdóttir
Sviðsstjóri - Könnun

528 1535
822 1999
sth@isor.is