[x]

Græn skref

Græn skref í ríkisrekstri.

ÍSOR hefur verið  þátttakandi í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri og skilað grænu bókhaldi frá árinu 2014.

Græn skref í ríkisrekstri er ákveðin leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og efla um leið umhverfisvitund starfsmanna. Skrefin eru fimm talsins og snerta sex umhverfisþætti. Viðurkenning er veitt fyrir hvert skref sem ávinnst. Nú þegar hefur ÍSOR náð þremur skrefum og er að vinna í að ná því fjórða. Samhliða þessu hefur ÍSOR fengið silfur í Hjólavottun vinnustaða en öflug hjólreiðamenning er til staðar meðal starfsfólksins og mjög góð aðstaða til að geyma hjól á vinnutíma.

Grænt bókhald er hluti af skrefunum en þar eru teknar saman ýmsar tölulegar upplýsingar um innkaup á margvíslegri rekstrarvöru og þjónustu. Með því að færa grænt bókhald geta stofnanir fylgst með þýðingarmestu umhverfisþáttunum í starfsemi sinni og um leið gefast tækifæri til hagræðingar.

Nánari upplýsingar um verkefnið Græn skref er hægt að finna á vefsíðu verkefnisins.