[x]
1. júlí 2020

Jafnlaunavottun

Valgerður Gunnarsdóttir starfsmannastjóri og Ólafur G. Flóvenz forstjóri ÍSOR tóku á móti skírteininu um jafnlaunavottun í gær. ÍSOR, Íslenskar orkurannsóknir, hefur hlotið jafnlaunavottun frá vottunarstofunni iCert. Það er staðfesting á því að jafnlaunakerfi ÍSOR samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012.
Þar með hefur ÍSOR fengið staðfestingu á því að launaákvarðanir séu kerfisbundnar, að fyrir hendi sé jafnlaunakerfi og fylgt sé jafnlaunastefnu sem felst í að konum og körlum skulu greidd jöfn laun og þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Staðallinn nýtist öllum fyrirtækjum og stofnunum óháð stærð, starfsemi, hlutverki og kynjahlutfalli. Hann tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns.
Nánar má lesa um staðalinn á vefsíðu stjórnarráðsins.

Merki jafnlaunavottunar.