[x]
13. apríl 2021

Alþjóðajarðhitaráðstefnan WGC2020+1 byrjar í dag

Stærsta jarðvarmasýning heims, World Geothermal Congress 2020, WGC2020+1 verður haldin hér á Íslandi í ár. Ráðstefnan fer að stórum hluta fram í netheimum og verður viðburðum dreift yfir árið.

Ráðstefnan var sett 30. mars sl. en fyrsti dagur ráðstefnunnar er í dag. Fyrirlestrum verður streymt dagana 13. apríl, 11.-12. maí, 6. og 15. júní og 6. júlí.

Ráðstefnan er stórviðburður innan jarðhitaheimsins. Það er því einkar ánægjulegt að ráðstefnan sé hýst hér á landi þar sem nýting jarðvarma hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á lífskjör okkar Íslendinga. Við nýtum einungis endurnýjanlega orku fyrir húshitun og rafmagnsframleiðslu sem sparar mikla kolefnislosun á hverju ári. Fjölnýting jarðvarma hefur einnig skapað nýjar íslenskar vörur sem tilheyra hringrásarhagkerfinu og sýna að Íslendingar standa öðrum þjóðum framar í sjálfbærri nýtingu auðlinda. Jarðvarmaþekking Íslendinga er mikilvæg útflutningsvara og gefur Íslendingum tækifæri til að skapa sjálfbærari heim. Hér á YouTube má sjá kynningarmyndband um þátt Íslands.

Sérfræðingar ÍSOR láta sitt ekki eftir liggja og verða með fjölmörg erindi og veggspjöld á ráðstefnunni. Eftirfarandi sérfræðingar flytja erindi, eða eru með kynningar á veggspjöldum, á WGC2020+1 í dag:

  • Árni Hjartarson: Greenland Country Update
  • Bjarni Gautason: The Present and Future Role of Geothermal in the Energy-Mix in Rural Iceland: A Case Study from NE-Iceland
  • Helga Tulinius: Transfer from Iceland to Kenya During Green Field Study
  • Magnús Ólafsson: Siglufjörður District Heating System, North Iceland. Decades of Direct Use of Geothermal Water for HoUse Heating           
  • Steinunn Hauksdóttir: Development of Low Temperature Utilization and Resource Monitoring for District Heating Services in Iceland                                       
  • Þorsteinn Egilson: The Most Productive Low-Temperature Geothermal Production Well in Iceland/the World?

Hlekkur á skráningu ráðstefnunnar:www.wgc2020