[x]

Berggrunnskort

Berggrunnskort af höfuðborgarsvæðinu. Berggrunnskort sýna helstu drætti jarðfræðinnar. Þau sýna útbreiðslu fastra jarðlaga (bergmyndana) sem flokkuð eru eftir aldri, gerð og samsetningu. Sprungum, misgengjum og öðrum meginatriðum sem tengjast höggun (tektóník) eru einnig gerð skil á þessari tegund af kortum. Nákvæmni upplýsinga fer þó alltaf eftir mælikvarðanum hverju sinni.

Notagildi berggrunnskorta

Kortin eru undirstaða við mannvirkjagerð og sýna hvaða og hvers konar berglög eru til staðar. Kortin sýna hvernig berggrunnurinn er, hvort hann er sprunginn og hvaða sprungukerfi eru ríkjandi, en það skiptir meginmáli t.d. í tengslum við jarðskjálfta. Kortin gefa vísbendingar um hvers konar jarðlög eru undir jarðaryfirborði, sem er mikilvægt við virkjun ferskvatns og borun eftir jarðhita. Kortin veita einnig ábendingar um vinnslu grjóts (bergs) sem byggingarefnis.


Nýútkomin jarðfræðikort

Berggrunnskort af Íslandi 1:600 000

Jöklakort af Íslandi (útgefandi Veðurstofa Íslands)

Jarðfræðikort af Norðurgosbelti, Nyrðri hluti 

Jarðfræðikort af Norðurgosbelti, Syðri hluti. Ódáðahraun

Jarðfræðikort af Suðvesturlandi 1:100 000