Víðtæk og virk stýring jarðhitageymis er grundvallarþáttur í góðri jarðhitanýtingu, einkum til að koma í veg fyrir of mikla vinnslu og vinnsluvandamál almennt. Hún byggist á nægilegri/góðri þekkingu á viðkomandi jarðhitakerfi, sem aftur byggist á víðtækum gögnum, upplýsingum og rannsóknum. Mikilvægustu gögnin um eðli og eiginleika jarðhitakerfis fást með nákvæmri skráningu á viðbrögðum þess við langtímaorkuvinnslu. Slík skráningargögn eru grunnurinn að gerð jarðhitalíkans.
Þjónusta ÍSOR við rekstur jarðhitakerfa
- Skráning vinnsluþátta
- Vöktun og eftirlit
- Gerð líkans af jarðhitakerfi
- Mat á áhrifum niðurdælingar
- Umhverfisvöktun
- Sjálfbær nýting
- Mat á endingartíma jarðhitakerfa
Tengiliður: