Sérfræðingur á fjármáladeild / bókari

Við leitum að áhugasömum einstaklingi til að sinna starfi bókara ásamt ýmsum störfum á sviði fjármála. Um er að ræða fullt starf.

Starfið felur í sér færslu fjárhagsbókhalds, móttöku og skráningu reikninga og vinnu við afstemmingar.  Starfsmaður sinnir jafnframt eftir atvikum fjárhagsgreiningum og ýmsum skrifstofustörfum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi og góð þekking á bókhaldi er skilyrði.
  • Góð almenn tölvukunnátta og færni í notkun Excel.
  • Þekking á NAV-bókhaldskerfi er kostur.
  • Sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.

Við ráðningar í störf er tekið mið af gildandi jafnréttisáætlun sem finna má hér á heimasíðunni.
Laun eru greidd samkvæmt samningum fjármála- og efnahagsráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Erlingsdóttir fjármálastjóri og deildarstjóri innri þjónustu (gudrun.erlingsdottir@isor.is).
Umsóknarfrestur er eigi síðar en 27. febrúar 2017.

Smelltu hér til að sækja um starfið.


ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið en starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði. ÍSOR leiðir rannsóknir og þróun á sviði jarðvarma, grunnvatns og kolvetna í jörðu.
Höfuðstöðvar eru í Reykjavík og útibú er á Akureyri.