GEOWELL - Innovative materials and designs for long-life high-temperature geothermal wells
2016-2019
7 þátttökuaðilar: ÍSOR sér um verkefnastjórn. IRIS (Noregi), GFZ (Þýskalandi), TNO (Hollandi), BRGM (Frakklandi), Statoil (Noregi), HS Orka (Íslandi) og Akiet BV (Hollandi).
Styrkt af rannsóknaráætlun Evrópusambandsins 2020.
Verkefnisstjóri ÍSOR: Árni Ragnarsson, verkfræðingur.
Vefsíða: http://www.geowell-h2020.eu/
Verkefnið miðar að því að þróa áreiðanlegar, hagkvæmar og umhverfisvænar aðferðir við frágang og mælingar á borholum. Markmiðin eru tvíþætt.
- Að rannsaka val á efni og aðferðum við hönnun borholna, má þar nefna gerð steypu, fóðringa og fóðurröra.
- Nota nýjar mæliaðferðir til að mæla ástand borholunnar.
Rannsóknin nær til hefðbundinna vinnsluholna sem og dýpri borholna þar sem þrýstingur er allt að 150 bar og hiti er yfir 400°C.
Tengiliður: