[x]
31. október 2019

Laus staða í tölvuþjónustu

ÍSOR leitar að drífandi einstaklingi til að sinna tölvuþjónustu við starfsfólkið. Um er að ræða fullt starf.

Starfið felur í sér aðstoð við notendur, uppsetningu og þjónustu á vél- og hugbúnaði starfsfólks, eftir atvikum vinnu við miðlæg kerfi auk annarra fjölbreyttra verkefna. Útstöðvar eru ýmist með Windows- eða Linux-stýrikerfum.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Góð þekking á Windows- og Linux-stýrikerfum.
  • Góð þekking á Microsoft-hugbúnaði á útstöðvum.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.

Samkeppnishæf laun eru í boði og er kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags fylgt. Við ráðningar í störf er tekið mið af gildandi jafnréttisáætlun sem finna má hér á heimasíðu ÍSOR.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinbjörn B. Nikulásson kerfisstjóri, netfang: sveinbjorn.b.nikulasson@isor.is

Umsóknir, ásamt ferilskrá, berist Valgerði Gunnarsdóttur mannauðsstjóra, netfang:  valgerdur.gunnarsdottir@isor.is

Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember 2019. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.


ÍSOR er meðal helstu fyrirtækja í heiminum á sviði rannsókna og þróunar í jarðhita og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem slíkt. ÍSOR veitir ráðgjafarþjónustu og annast beinar grunnrannsóknir á flestum sviðum jarðhitanýtingar og annarra auðlinda, ásamt því að annast kennslu í jarðhitafræðum. ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið en starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði.
Aðalstöðvar ÍSOR eru í Reykjavík og útibú er á Akureyri.