Doktorsnemi í steindafræði/jarðefnafræði

Frá sýnatökuferð í Surtsey árið 2006. Ljósmynd Magnús Ólafsson.

Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og Háskóli Íslands auglýsa eftir doktorsnema í steindafræði/jarðefnafræði.

Markmið

Meginmarkmið þessa doktorsverkefnis er að rannsaka samspil vökva og bergs í söltum jarðhitakerfum, m.a. til að kanna áhrif tíma á hraða móbergsmyndunar, tegundir ummyndunarsteinda, áhrif hita og heildarflutning massa í kerfinu.

Verkefnið

Rannsókn á samspili vökva og bergs með áherslu á afglerjun basaltglers, myndun ummyndunarsteinda og flutning massa í jarðhitakerfi sem er að myndast og þróast við breytilegar jarðefnafræðilegar aðstæður og hita. Meginþættir verkefnisins eru:

 • Steindafræðileg rannsókn á borkjarna úr Surtsey frá 1979.
 • Þátttaka við kjarnaborun í Surtsey sumarið 2017.
 • Ítarleg steindafræðileg, bergfræðileg og smásjárgreining á nýja kjarnanum, m.a. með XRD, EPMA, SEM, LA-ICP-MS greiningum, sem og nákvæmum ísótópamælingum.
 • Ítarleg greining á ummyndunarsteindum og jarðefnafræði gropavökva sem mun skilgreina víxlverkun basalts og sjávar og færslu massa við jarðhitaaðstæður í ungu bergi, verða túlkaðar. 
 • Samstarf við sérfræðinga SUSTAIN hópsins.
 • Útgáfa niðurstaðna.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • MSc gráða í jarðvísindum.
 • Áhugi á að rannsaka samspil vatns og bergs.
 • Reynsla af vinnu í rannsóknarstofum í efna- og steindafræðum.
 • Reynsla af feltvinnu er æskileg.
 • Gott vald á ensku í ræðu og riti og geta til að kynna vísindalegar niðurstöður á alþjóðlegum ráðstefnum.

Gildistími

Upphafsdagsetning er 1. júní 2017, eða sem fyrst eftir þann dag.

Laun eru greidd samkvæmt samningum fjármála- og efnahagsráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags. Verkefnið er styrkt af RANNÍS til þriggja ára.

Viðbótarupplýsingar og umsókn

Sá sem verður ráðinn sækir í kjölfarið formlega um doktorsnám á heimasíðu Háskóla Íslands. Fastur vinnustaður er ÍSOR. Frekari upplýsingar veitir Tobias Björn Weisenberger á ensku, t-póstur: tobias.b.weisenberger@isor.is
Umsóknum skal fylgja stutt umsóknarbréf á ensku, ferilskrá, staðfest afrit af prófskírteinum og nöfn tveggja meðmælenda.
Umsókn skal skila á tölvupóstfangið tobias.b.weisenberger@isor.is.

Umsóknarfrestur er til og með 8. maí 2017.


ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið en starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði. ÍSOR stundar margvíslegar þverfaglegar rannsóknir og veitir þjónustu og ráðgjöf á sviði jarðhita og jarðvísinda og annast kennslu í jarðhitafræðum.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands starfa 360 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið.