8. Vítin á Þeistareykjabungu

Vítin á Þeistareykjabungu.Tvö vítanna á Þeistareykjabungu eru gosgígar og eitt er fallgígur.

Stóravíti er gosgígur í einni stærstu dyngju landsins. Hann er um 140 m djúpur og mesta þvermál um 600 m.

Dyngjugos eins og þarna varð mallar áratugum saman og hraun rennur að mestu í rásum og upp úr þeim, hver spýjan út yfir aðra. Oft verður til hrauntjörn í gígunum. Úr henni getur runnið yfir barmana, ýmist afgasað hraun eða gasríkt. Þegar kom að lokum gossins í Stóravíti dróst kvikan svo langt niður að grunnvatn komst í gígrásina, hvellsauð og grjót þeyttist upp á barmana umhverfis. Grjótdreifin nær allt að 2 km austur fyrir gíginn. Flatarmál hraunsins er um 525 km2.

Litlavíti er niðurfall frá goslokum í Stóravíti. Þar hefur kvika runnið undan en engar gufusprengingar orðið.

Langavíti, er svo annar gosgígur er liggur skammt norðan við Stóravíti. Þar er Þeistareykjabunga hæst. Hraunið úr Langavíti er auðþekkt á pýroxen-, ólivín- og feldspatdílum og nær niður í byggð vestast í Kelduhverfi.

Aðgengi

Staðsetningarkort af Stóravíti og Litlavíti á Þeistareykjabungu.Hægt er að aka mjög grófan malarveg sem liggur í austur frá Þeistareykjum.
Stóravíti og Litlavíti eru merkt nr. 8 á kortinu.