7. Þeistareykir

Þeistareykir.Á Þeistareykjum er mjög virkt og samfellt gufuhverasvæði. Hverir eru norðan í Bæjarfjalli og ná til austurs upp í Bóndhól og Ketilfjall. Miklir hverir eru meðfram Tjarnarási vestar í hrauninu og sunnan hans. Mest er um leir- og brennisteinshveri. Lyktarlausir gufuhverir eru í hrauninu suður með Bæjarfjalli. Þar rýkur af heitu grunnvatni, ómenguðu af hveragasi. Annars eru upptök hveranna í sjóðandi grunnvatni, blönduðu hveragasi. Austan Tjarnaráss er heitasti og orkuríkasti hluti jarðhitakerfisins. Á Þeistareykjum voru einhverjar mestu brennisteinsnámur landsins. Þar var óvenju hreinn brennisteinn unninn fram á 19.öld. Á Þeistareykjum gaus síðast fyrir um 2400 árum en næst þar á undan gaus skömmu eftir að land varð þar jökullaust.

 

 

Aðgengi

Staðsetningarkort af Þeistareykjum.Þeistareykir liggja um 25 km sunnan við Húsavík um Reykjaheiðarveg, merkt nr. 6 á kortinu.