6. Þrípunktur á Reykjaheiði

Þrípunktur á Reykjaheiði.Í Þeistareykjakerfinu er fjöldi misgengja sem mynda sprungusveim með norðlægri stefnu. Vesturhluti sprungusveimsins endar við sniðsiggengi í suðaustur framhaldi af Húsavíkurmisgengjunum en þau takmarka Tjörnes að sunnan. Mörg misgengjanna sveigja norðvestur og renna saman við Húsavíkurmisgengin. Austasta misgengið heitir Skildingahólsveggur og greinist í tvennt suðaustur af Sæluhúsmúla. Önnur greinin, Guðfinnugjá, heldur áfram norður en hin sveigir norðvestur í átt að Sæluhúsmúla og heitir Sæluhúsveggur. Þrípunkturinn þar sem misgengin skiljast að er í rúmlega 12.000 ára gömlu hrauni Skildingadyngjunnar. Þeistareykjahraun hefur runnið upp að Sæluhús- og Skildingahólsvegg. Það er 2400 ára gamalt.

 Aðgengi

Staðsetningarkort af þrípunkti á Reykjaheiði.Þrípunktur á Reykjaheiði er merktur nr. 6 á kortinu.