5. Laufrandarhraun.

Laufrandarhraun.Norðan í Lambafjöllum hafa komið upp nokkur smáhraun skömmu eftir að land varð þar jökullaust. Bergið í þeim kallast pikrít og er frumstæðasta tegund úthafsbasalts, mynduð dýpra í möttli jarðar en þróaðri tegundir þess, svo sem þóleiít. Pikrít einkennist af miklu magni ólivíndíla. Eitt af þessum hraunum er Laufrandarhraun. Upptakagígur þess er merkilegur. Hvammahraun hefur runnið inn í hann og næstum fyllt svo að einungis norðurbarmurinn er sýnilegur. Í öflugum gufusprengingum sem urðu í goslok þeyttist grjót um 2,5 km frá gígnum norður á Höfuðreiðarmúla. Á gígbarminum er 2-3 m þykkt lag af grjótmylsnu og stórgrýti sömu gerðar og hraunið. Laufrandarhraun rann áður en Vedde-askan úr Mýrdalsjökli féll fyrir 12.000 árum.

Aðgengi

Staðsetningarkort af Laufrandarhrauni.Laufrandarhraun er merkt nr. 5 á kortinu.