27. Seljahjallagil

SeljahjallagilVatn ofan af Heilagsdal gróf Seljahjallagil í lok ísaldar. Brekkan norðan við gilið er úr jökulframburði frá þeim tíma er jökullinn var að bráðna.

Gilið er rúmt yst en endar í mjórri og djúpri skoru. Veggir hennar eru úr sveipóttu stuðla- og kubbabergi sem myndar kjarnann í móbergshrygg Bláfjallsfjallgarðs. Innst í gilinu nær hraun fram á háa fossbrún. Það er rúmlega 4000 ára gamalt, komið úr Ketildyngju og rann niður Seljahjallagil. Hraunið breiddi úr sér fram undan gilinu, lagðist yfir Mývatn og útfall þess svo að vatnsborðið hækkaði. Síðan rann það niður Laxárdal og mikinn hluta Aðaldals og kallast Laxárhraun eldra meðal jarðfræðinga. Utan til í Seljahjalla¬gili er stakur hraungígur, sá syðsti í gígaröð Lúdentarborga.

Aðgengi

Staðsetningarkort af Seljahjallagili.Seljahjallagil er merkt nr. 27 á kortið.