26. Viðey - basaltinnskot og keilugangar

Frá Viðey.Berggrunnur Viðeyjar skiptist alveg í tvennt. Á Vestureynni er grágrýtishraun frá hlýskeiði seint á ísöld. Á Heimaeynni er aftur á móti mest áberandi jarðlög sem myndast hafa í tengslum við svonefnda Viðeyjarmegineldstöð sem var virk fyrir um tveimur milljónum ára. Þar er gosmóberg víða og einnig eru setlög austast á eynni. Inn í móbergið hafa troðist innskotseitlar s.s. Virkishöfði. Norðan á Heimaey er svo grágrýtisflekkur allstór.

 

 

 

 

 

Aðgengi

Staðsetningarkort yfir Viðey.Farið er með Viðeyjarferju út í eyjuna. Góðar opnur eru í berglög með ströndum fram en einnig víða í kollum á háeynni.

Haukur Jóhannesson, 2010