26. Lúdentarborgir og Þrengslaborgir

Lúdentarborgir og Þrengslaborgir.Við öskugíginn Lúdent er kennd gígaröðin mikla, Lúdentarborgir. Hún er 15 km löng að meðtöldum gígunum í Grænavatnsbruna sem eru samtíma en hliðraðir 5 km til vesturs.

Aðalgígaröðin nær sunnan úr Seljahjallagili norður á móts við Námafjall. Gosið í henni varð fyrir 2300 árum. Þá rann hraun yfir mestallt Mývatn, niður Laxárdal og Aðaldal. Hraunið er um 220 km2 að stærð. Mestur hluti þess kom upp á suðurhelmingi gígaraðarinnar.

Þrengslaborgir heita tveir syðstu og stærstu gígarnir suður við Bláfjallsfjallgarð. Við þær er gígaröðin oftast kennd, a.m.k. suðurhelmingur hennar. Hraunið sjálft nefna jarðfræðingar Laxárhraun yngra. Í því eru auk Dimmuborga hinir rómuðu Skútustaðagígar.

Aðgengi

Staðsetningarkort af Lúdentaborgum.Lúdentaborgir eru merktar nr. 26 á kortið. Öskugígurinn Lúdent er nr. 25.