25. Lúdent

LúdentLúdent eða Lúdentarskál er öskugígur sem myndaðist við þeytigos þar sem vatn komst í snertingu við kviku í gígrásinni svo að af varð sprengisuða. Við breytingu vatns í gufu eykst rúmmálið meira en þúsundfalt (við eina loftþyngd). Basaltkvika er þunnfljótandi en vatnsgufa og aðrar gastegundir, sem skiljast úr henni þegar þrýstingi léttir í uppstreymisrás, losna greiðlega og valda kröftugum kvikustrókum. Gígar eins og Lúdent koma fyrir á landi þar sem grunnvatn stendur hátt en einnig á grunnsævi og í vötnum. Lúdent er meðal elstu gosmyndana í Heiðarsporðum. Þar umhverfis hefur verið vatn þegar gaus. Tvær af gígaröðunum í Heiðarsporðum liggja yfir Lúdent.

 

Aðgengi

Staðsetningarkort af Lúdent.Lúdent er merktur nr. 25 á kortið.