24. Sveinagjá

SveinagjáVið Sveinagjá er kennd gígaröð sem nær frá Gjáfjöllum í suðri norður að þjóðvegi 1 á Mývatnsöræfum.

Sveinagjá er um 1,5-2 km breið sigdæld. Hún er einkum merkileg vegna þess að þar varð eitt fárra sprungugosa sem heimildir eru um og lýsa kvikuhlaupum. Sveinagjárgosið varð í sprungusveimi Öskju og átti rætur að rekja til hlaupa úr kvikuhólfi hennar í tengslum við Öskjugosið 1875. Kvikuhlaupin sem hraungos fylgdu urðu á 8 mánaða tímabili, það fyrsta í febrúar og það síðasta í október 1875. Áður varð kvikuhlaup án goss haustið 1874. Þá gliðnuðu gjár þar sem alfaraleiðin austur á land lá yfir Sveinagjá. Gossprungan er slitrótt, alls 24 km löng. Hraunið sem nefnt var Nýjahraun er 30 km2 að flatarmáli. Það er að langmestu leyti apalhraun.

Aðgengi

Staðsetningarkort af Sveinagjá.Sveinagjá er merkt nr. 24 á kortið.