24. Álftanes og Álftanesgarður

ÁlftanesgarðurÁlftanesgarðurinn er jökulgarður sem myndast hefur framan við skriðjökulstungu sem lá yfir Álftanes einhvern tíma í ísaldarlok. Bæjarröðin gamla á nesinu frá Skógtjörn að Bessastöðum er á garðinum sem síðan heldur áfram út á Bessastaðanes. Þar hverfur hann í sjó. Á árum áður mátti sjá hvar hann tók land yst á Kársnesi en nú er hann horfinn undir fyllingu þar. Garðurinn er lágur og breiður og gæti hafa myndast í sjó, a.m.k. er ljóst að sjór hefur gengið yfir hann eftir að hann varð til.

Álftanesgarðurinn er langstærsti jökulgarðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Minni garðar og garðstubbar eru á nokkrum stöðum, s.s. við botn Kópavogs og við Grafarvog. Fátt er vitað með vissu um aldur Álftanesgarðsins. Hann virðist þó vera yngri en skeljalög Fossvogsins og er að líkindum frá yngra dryas kuldakastinu og um 11.000 ára.

 

Aðgengi

Staðsetningarkort af Álftanesi.Best er að skoða Álftanesgarðinn í heimreiðinni að Bessastöðum en vegurinn liggur utan í háhryggnum á löngum kafla.

Árni Hjartarson, 2010