22. Grjótagjá og Stóragjá

GrjótagjáGrjótagjá markar vesturjaðar brotaspildu þar sem sprungur hafa gliðnað og missigið eftir að hraunið úr Jarðbaðshólum rann fyrir 2700 árum. Á 5000 ára tímabili þar á undan var sprunguvirknin vestar. Þar myndaðist Stóragjá í 8000 ára gömlu hrauni en smáspilda af því hefur varðveist. Til endanna sést að Jarðbaðshólahraunið liggur heilt yfir gjána. Vatn í gjám þessum er volgt og streymir til suðurs, blandast stærri grunnvatnsstraumi og endar í Mývatni.

Fyrir Kröfluelda var vatnið í Stórugjá 26°C en 42-42,5°C í Grjótagjá. Þetta breyttist í Kröflueldum. Þá varð um tíma þægilegur baðhiti í Stórugjá en Grjótagjá ofhitnaði. Síðan hefur vatnið smám saman kólnað niður undir það sem áður var.

Aðgengi

Staðsetningarkort af Stórugjá og Grjótagjá.Stóragjá til hægri og Grjótagjá til vinstri, en báðar merktar nr. 22 á kortið.