21. Dimmuborgir og Skútustaðagígar

Dimmuborgir.Laxárhraun yngra kom upp í Lúdentarborgum fyrir um 2300 árum. Það rann yfir Mývatn, seig í botnleðjuna og tættist í gjall og klepra við suðu. Gíghólar hlóðust upp kringum gosopin meðan aðstreymi kviku hélst og til urðu hinar óreglulegu gígaþyrpingar í vatninu og umhverfis það sunnan og vestan til, eins og t.d. Skútustaðagígar. Innan um gjallið má finna rauðseyddan kísilgúr.

Fleiri tilbrigði gervigíga koma fyrir. Eitt þeirra er Dimmuborgir. Þar hefur myndast uppistaða á bak við þröskuld úr gjalli og í hana safnast hraun með strompum gjósandi gufu og gjalli. Af varð lág bunga með hrauntjörn sem stirðnaði yfir. Þegar fram úr henni hljóp tæmdist undan og má sjá klóruför eftir storkuskelina á innveggjum og utan á strompunum og sums staðar húsar undir hana. Svipað má sjá við Kálfaströnd. Í hrauntjörn sem þar var heita stromparnir strípar (Kálfastrandarstrípar).

Aðgengi

Staðsetningarkort af Dimmuborgum í Mývatnssveit.Dimmuborgir eru merktar nr. 21 á kortið.

 

 

 

 

 

 

 

Staðsetningarkort af Skútustaðagígum í Mývatnssveit.Skútustaðagígar eru merktir nr. 21 á kortið.