20. Hrossaborg

HrossaborgHrossaborg er gjall- og öskugígur á gossprungu sem nær með fáum og strjálum gígum frá Veggjum á Mývatnsöræfum norður að Hólsseli. Borgin hefur upphaflega verið næstum hringlaga, um 500 m milli barma, en er nú aflöguð vegna hlaupa Jökulsár á Fjöllum sem rufu utan af henni að austan og vestan og opnuðu gátt í austurbarminn. Í hlaupunum hlóðst framburður utan á borgina hlé megin og lítils háttar sunnan megin. Nú er hún um 40 m há, það sem eftir stendur. Hún hefur myndast skömmu eftir að jökla leysti. Gosið í Hrossaborg gæti hafa byrjað með hraungosi og því fylgt gjall sem myndar neðri hluta gígsins. Við innrás vatns í gígrásina hefur gosið breyst og gufusprengingar bættu þykkum, lagskiptum öskustabba með grjótbombum ofan á gjallið.

 

Aðgengi

Staðsetningarkort af Hrossaborg.Hrossaborg er merkt nr. 20 á kortið.