2. Pattersonvöllur - fornskeljar, 20-25.000 ára gamlar

Steingerðar skeljar hjá Pattersonvelli.Undir Pattersonflugvellinum sunnan við Innri-Njarðvík eru allþykk, forn, hörðnuð sjávarsetlög. Í þeim er á köflum mikið af steingerðum skeljum. Mest ber á sandmigu (smyrslingi – Mya truncata) og er hún víða í lífsstöðu. Í einstaka samloku hefur fundist steingerður skelfiskur. Aldur skeljanna er 20.000-22.000 ár og þær því lifað skömmu áður en jöklar síðasta jökulskeiðs gengu fram í fremstu stöðu fyrir um 18.000 árum. Sjávarstaða hefir verið a.m.k. 5-10 metrum ofar en nú.

 

 

 

 

 

 

Aðgengi

Ekið er frá Hafnavegi inn fyrir girðingu Pattersonvallar. Gengið til norðurs frá gömlu skotfærabirgjunum.

Staðsetningarkort af Pattersonvelli. 

 

 

Haukur Jóhannesson, 2010