2. Forvaði

ForvaðiForvaði er skammt norðan við Húsavíkurhöfða. Þar skagar lágt klettanef fram í fjöruna. Það er úr sundursprungnu, rauðslegnu basalti með sprungufyllingum úr zeólítum, aðallega skólesíti, stilbíti og mordeníti sem og kvarsi. Sprungur í því eru með gljáandi skriðrákum. Basaltinu hallar um 30° í norðvestur. Það líkist því helst að hafa lent í grjótkvörn og síðan límst saman í brotaberg.

Sunnan við Forvaða taka við misgengi með norðvestur-suðausturstefnu. Framundan þeim eru laugar í fjöruklöppum. Misgengin ganga inn Laugardal og inn með Húsavíkurfjalli að sunnan. Lóðrétt færsla á þeim nemur hæð Húsavíkurfjalls og vel það en lárétt færsla um 100 km. Auk þess sem berglögin í Forvaða eru knasmölvuð hefur snúist upp á þau réttsælis svo nemur um 90°. Berggangar í þeim, sem upphaflega lágu norður-suður, stefna nú austur-vestur, skældir og sundurliðaðir. Þetta hefur gerst á 6-7 milljónum ára samtímis því að Tjörnes dróst austur meðfram misgengjaskaranum.

 


Aðgengi

Staðsetningarkort Forvaði.Forvaði er skammt norðan við Húsavíkurhöfða og er merkt nr. 2 á kortinu.