19. Sog - gígar og litskrúðug ummyndun

Háhitaummyndun í Sogunum, sunnan við Trölla- og Grænudyngju.Sogin er slakki sunnan við Trölla- og Grænudyngju. Í Sogunum er litskrúðug háhitaummyndun og nokkrir leirhverir og gufuaugu. Skammt neðan við Sogin er merkileg gígaröð. Norðan við vegslóðann er svonefndur Sogagígur, allstór sprengigígur. Inni í honum eru tóftir af nokkrum fornum seljum. Sunnan við vegslóðann eru nokkrir minni en áberandi sprengigígar. Suður af Sogunum er Spákonuvatn og enn sunnar Grænavatn. Mikið útsýni er af egginni ofan við Sogin. Í sundinu milli Soga og Oddafells eru falleg apalhraun og gufur upp úr þeim í grennd við borholu sem þar er.

 

 

 

 

 

Aðgengi

Ekinn vegur vestan við Afstapahraun inn á Höskuldarvelli og þaðan áfram upp í miðjar hlíðar við Sogin. Fær öllum bifreiðum.

Staðsetningarkort yfir SogHaukur Jóhannesson, 2010