19. Hverir

Hverir.Austan við Námafjall er þyrping gufu- og leirhvera, flestir við misgengissprungu. Gufuhverirnir eru á sprungubarminum en leirhverirnir vestan undir henni. Brekkan upp af hverunum er ummynduð í ljósan leir og víða hiti í henni og brennisteinshverir þegar ofar kemur.

Gufuhverirnir á misgengisbrúninni eru borholur frá miðri 20. öld. Lengi sást grilla í holustút í grjóthrúgunum kringum þá. Holurnar eru grunnar og náðu niður í gufupúða ofan sjóðandi vatnsborðs og eru þurrgufuholur.

Vatnið í leirhverunum er úrkomuvatn, upphitað af gufu og gasi sem sýður upp af djúpvatni jarðhitakerfisins undir.

Hverarönd heitir gróin spilda austur af hverunum. Nafnið hefur í munni margra færst á hverina en þeir heita með réttu einungis Hverir.

Aðgengi

Staðsetningarkort af hverasvæðinu.Hverasvæðið er merkt nr. 19 á kortið.