16. Sprengigígar í Kröflu

Sprengigígurinn Víti við Kröflu.Vestan við Kröflu eru sprengigígar í röðum. Elsta röðin er í vesturhlíð Kröflu með tveimur 500 m víðum gígum. Í því gosi, sem varð seint á ísöld, hefur stærðarstykki sprungið úr fjallinu. Síðan hefur fyllst í gígana að mestu. Útlínur þeirra eru þó skýrar.

Í Hveragili og Víti með fylgipyttum gaus eftir að jökull hafði hörfað af svæðinu. Í báðum gosunum kom upp ljós vikur í bland við basaltgjall. Í Hveragili gaus fyrir á að giska 10.000 árum. Gjóskuna bar til suðvesturs. Vikurlag úr henni finnst utan í Dalfjalli.

Víti gaus í upphafshrinu Mývatnselda vorið 1724. Vikurinn og gjallið kom upp í byrjun gossins og finnst neðst í 10 m þykkum gjóskustabba á suðurbarmi gígsins. Eftir fylgdi leir- og gufugos úr jarðhitakerfinu og er megnið af því sem upp kom þeirrar ættar. Gjóskulagið má rekja suður fyrir veg austan Námaskarðs og er þar um 1 cm á þykkt. Víti og stærstu gígarnir í Hveragili eru rúmlega 300 m í þvermál.

Aðgengi

 Sprengigígurinn er merktur nr. 16 á kortinu.Staðsetningarkort af sprengigígnum Víti.