15. Ögmundarhraun við Núphlíð - gígar og hraunfossar

Ögmundarhraun við Núphlíð.Ögmundarhraun myndaðist í gosi árið 1151. Þá opnaðist um 25 km löng sprunga eftir endilöngum Móhálsadal og allt norður undir Kaldársel. Í henni miðri er gígalaus kafli. Úr suðurhlutanum rann Ögmundarhraun en Kapelluhraun úr þeim nyrðri. Syðst í Vesturhálsi, þar sem heitir Núphlíð, liggur gígaröðin á bláfjallsbrúninni og falla frá gígunum hraunlænur niður þverhnípta hlíðina. Hraunið er að mestu slétt helluhraun og gígarnir eru flestir litlir.

 

 

 

 

 

Aðgengi

Staðsetningarkort af Ögmundarhrauni.Farið af Djúpavatnsleið skammt vestur af Latfjalli.

 

Haukur Jóhannesson, 2010