15. Halarauður

HalarauðurHalarauður er loftfallið, sambrætt gjóskulag sem til varð þegar Kröfluaskjan myndaðist fyrir 110.000 árum í kjölfar stórgoss úr grunnstæðu kvikuhólfi. Lagið er kennt við litinn því það er rauðoxað á sprunguflötum. Annars er það gráleitt og líkast straumlögóttu hraunlagi. Halarauður er úr dasíti, þar sem basalt- og líparítkvika hefur blandast. Lagið er morandi af framandsteinum úr basalti og gabbrói. Best er að skoða það efst í gilskoru vestan í Halaskógafjalli. Undir má sjá berglög sem eru hluti suðurhlíðar Kröflueldfjallsins. Í gilinu eru þau skorin af berggangi með austur-vestur stefnu. Halarauður þykknar til norðurs og er um 10 m á öskjubarminum við Sandabotnaskarð og um 50 m suðvestan í Hágöngum.

 

 

Aðgengi

Staðsetningarkort af gjóskulaginu Halarauð.