14. Leirhnjúkur og Kröflueldar

LeirhnjúkurLeirhnjúkur er fellkorn úr móbergi í miðri Kröfluöskjunni. Þar er miðja landhæðarbreytinganna og þá einnig kvikuhólfsins sem grannt var fylgst með í framvindu Kröfluelda (1975-1984) sem hófust þar. Leirhnjúkur var þungamiðja Mývatnselda 18. aldar og Leirhnjúkshraun heitir hraunið sem þá rann. Hnjúkurinn er nokkuð eldbrunninn og eftir honum liggja gígaraðir Mývatns- og Kröfluelda, og raunar eldri gossprungur ef vel er að gáð. Norðan til í hnjúknum er stór leirpyttaklasi og gufuhverir. Hraun í Leirhnjúk frá upphafsfasa Kröfluelda eru þunn og lítil um sig. Á þeim má enn finna gráa leirdrullu sem upp kom þegar hveragos tóku við af hraungosinu og entust í nokkra klukkutíma.

 

 

 

Aðgengi

Staðsetningarkort af Leirhnjúki.Leirhnjúkur er merktur nr. 14 á kortinu.