12. Gjástykki

GjástykkiGjástykki heitir drjúgur kafli af sprungusveimi Kröflu norður á móts við Hrútafjöll. Þetta er 2-5 km breið og 40-50 m djúp siglægð milli gjáveggja og minni gjár á milli.

Gjástykki er í dyngjum frá síðjökultíma, Gjástykkisbungu og Stóravítishrauni. Yngra hraun úr Éthólum (um 2700 ára, nú að mestu kaffært) og frá Kröflueldum eru syðst í sigdældinni. Gjárnar eru allvíðar og rann hraun ofan í þær bæði þegar gaus í Éthólum og í Kröflueldum. Éthólahraunið kom fram úr þeim aftur, afgasað, ofan byggðar í Kelduhverfi (Skinnstakkahraun). Gjárnar hafa myndast í mörgum gliðnunarlotum. Gliðnun í Gjástykki var mæld og metin fyrir 70 árum og taldist vera um 60 m sem er lágmarkstala. Í Kröflueldum var gliðnun í Gjástykki mæld og reyndist 6-8 m, vaxandi suður.

 

 

Aðgengi

Staðsetningarkort af Gjástykki.