11. Randarhólar við Jökulsá á Fjöllum

Randarhólar við Jökulsá á FjöllumRandarhólar við Jökulsá á Fjöllum. Við Hafragilsfoss í Jökulsá á Fjöllum liggur gossprunga skáhallt yfir gljúfrið. Í gosinu varð til ein lengsta gígaröð á landinu, alls um 70 km að lengd. Hún nær frá Öxarfjarðarheiði í norðri og allt að Austari-Skógarmannafjöllum í suðri. Gígaröðin er á sprungurein Öskju-eldstöðvakerfisins. Samkvæmt öskulagarannsóknum gaus hún fyrir um 11.000 árum. Gígaröðin er ósamfelld og runnu frá henni margir aðgreindir hraunflekkir.

Randarhólar eru um 4 km langur kafli í gígaröðinni á austurbakka Jökulsár. Í djúpu árgljúfrinu er þversnið af einum gíganna í Randarhólum, Sjónnípu. Þar sést gosgangurinn og tengsl hans við gíginn. Jarðlagaopnur af þessu tagi eru fágætar.

 

 

Aðgengi

Staðsetningarkort af Randarhólum í Jökulsá á Fjöllum.