10. Hólmatungur

HólmatungurHólmatungur eru rofdæld mótuð af hamfarahlaupum í Jökulsá á Fjöllum skömmu eftir að ísöld lauk. Þegar gaus á Sveinasprungunni, sem sker Jökulsá skammt neðan við Hafragilsfoss, rann hraun í farveg hennar í Hólmatungum fyrir um 11.000 árum. Áin flæddi yfir hraunið meðan það var enn óstorkið nema neðst. Sá hluti er venjulegt stuðlaberg. Áin hraðkældi hins vegar efri hlutann og til varð kubbabergið sem víða má sjá í Hólmatungum, t.d. í Vígabergi.

Lindir spretta víða fram í Hólmatungum. Þær koma fram í tengslum við sprungur og misgengi og á lagamótum, sumar undan grágrýti Grjóthálsdyngjunnar en aðrar undan hrauninu úr Rauðhólum og Randarhólum sem eru gígar á Sveinasprungunni. Heildarrennslið frá lindunum er um 4000 l/s.

 

 

Aðgengi

Staðsetningarkort af Hólmatungum.Hólmatungur eru merktar nr. 10 á kortinu.